Er þörf á ríkisútvarpi eða öðrum ríkisfjölmiðlum?

Helsta hlutvers opinberra fjölmiðla er þjónusta við almenning og það að virkja almenning til þátttöku í lýðræðislegri umræðu. Breska módelið-BBC- er almennt talið hafa mjög breiða skírskotun. Helstu einkenni þess eru; úsendingar nást allstaðar, efnið höfðar til mjög breiðs og fjölbreytts hóps, minnihlutahópum er veitt sérstök athygli, lögð er rækt við þjóðmenningu og þjóðarvitund, haldið er fjarlægð við einkahagsmuni en byggt á almennum hagsmunum, fjármögnun fer í gegnum sérstaka sjóði eða ríkissjóð, áhersla er á gæði efnis en ekki magn og að lokum áhersla á sjálfstæði dagskrárgerðarmanna. Opinberar útvarps-og sjónvarpsstöðvar eru til í nánast öllum ríkjum heims. Ríkisútvarpið á Indlandi heitir Prasar Bharati, í Danmörku DR, á Írlandi RTE, í Noregi NRK, í Bretlandi BBC, Channel 4 og S4C, og CBC í Kanada svo örfá dæmi séu nefnd. --Umræðan um Ríkisútvarpið(ruv) tekur á sig undarlegar myndir. Sjálfskipaðir sérfræðingar hafa lausnir á hverjum fingri; seljum útvarpshúsið og leigum út rás 2 ,það er hægt að finna hentugt húsnæði fyrir slíka starfsemi í Skaftahlíðinni enda blómstra fjölmiðlar þar, ruv á að losa sig við allt skemmtiefni; það er betra að einkaaðilar bítist um það, ruv á að losa sig við sýningarrétt á íþróttaviðburðum( komum þeim í lokaðar stöðvar)...í hruninu misstu margir miklar eignir, atvinnu, fyrirtæki sín og því miður virðast sumir hafa misst einhvern hluta af vitsmunum líka.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband