28.11.2013 | 13:55
Svíþjóð: grimm átök öfgahópa um málefni innflytjenda.
Hægri-og vinstriöfgamenn í Svíþjóð berjast á vefsíðum og götum borganna af heift sem varla þekkist á öðrum Norðurlöndum. Á þinginu Rigsdagen er SD-Svíþjóðardemókrötum hafnað af öðrum flokkum en annars staðar á stað hatröm barátta. Farðu til andskotans, niggari, öskraði félagi í SM(sænska mótspyrnuhreyfingin) fyrir utan húsnæði hælisleitenda í Hunnebostrand. Í Vestur Svíþjóð hafa stjórnmálamenn í SD fengið hótanir og eigur þeirra hafa verið skemmdar. Í Stokkhólmi og nágrenni hefur verið stríð á milli öfgahópa á síðasta ári. Í þessum mánuði tók lögreglan unga vinstrisinna í gæsluvarðhald og yfirheyrslu vegna gruns um skemmdarverk, líkamsmeiðingar og vegna áætlana um að fremja morð. Flokkur Svía(Svenskarnas Parti) mun efna til mótmæla í Lidköping í næstu viku. Þeir ætla að mótmæla fjandsamlegum viðhorfum gagnvart sænskri menningu. Þeir vilja með þessu heiðra fórnarlömb fjölmenningarsamfélagsins sem þeir telja að innflytjendur hafi orðið að bana. Á síðustu 10 árum hafa verið framin 9000 lögbrot og lögreglan telur að vinstri-og hægrimenn eigi sinn hvort helminginn. Hreyfing sem kennir sig við -Hvítt vald- ræðst bæði á innflytjendur og samkynhneigt fólk. Á netinu fer fram grimmilegt stríð i athugasemdakerfum, með persónulegur árásum og með því að gera árásir á netsíður. 12% sænskra kjósenda eru þeirrar skoðunar að SD hafi bestu stefnuna í innflytjendamálum. 21% vilja að Svíþjóð taki á móti færri flóttamönnum. 9% segjast munu kjósa SD enda eru innflytjendamálin ekki einu málin sem brenna á kjósendum.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar