28.11.2013 | 18:08
Stefna Ríkisútvarpsins 2013-2016?
Í nóvember 2012 var gefið út rit um stefnu ruv. Þar er tekið fram að 300 starfsmenn hafi átt þess kost að taka þátt í stefnumótun og hafi rúmlega 200 tekið þátt í vinnunni. Og hvað á nú stofnunin að gera? hún á að flytja fréttir sem eru óháðar og traustar en hún á einnig að vera vettvangur víðtækrar umræðu um innlend og erlend málefni. Hún á að vera mikilvægur þátttakandi í íslensku menningarlífi og um leið vera leiðandi í gæðum og efnistökum. Hún á einnig að vera gluggi að erlendum menningarstraumum. Stofnunin á einnig að veita fólki afþreyingu og gera það á metnaðarfullan hátt. Stofnunin á að ná til allrar þjóðarinnar með þeirri tækni sem hentar best hverju sinni. Stofnunin byggir á fagmennsku og traustum starfsháttum. Þetta er stefnan í hnotskurn. Stofnunin vill (eða vildi) halda stöðu sinni sem öflugasti og áreiðanlegasti fjölmiðill landsins. Varðandi fréttir hefur stofnunin fimm markmið; að fólk geti treyst fréttunum, að fréttir séu vandaðar, nákvæmar,innihaldsríkar og upplýsandi,að fréttirnar séu fyrsti valkostur, að fréttir örvi gagnrýna þjóðfélagsumræðu og að gamlar fréttir séu aðgengilegar. Nú er það kunnara en frá þurfi að segja að fréttaflutningur rúv af Evrópumálefnum hefur verið umdeildur. Um tíma (eða enn) var starfandi sérstakur eftirlitshópur með hlutleysi rúv. Meðal virkra þátttakenda þar voru(eru) amk 2 þingmenn. Þessi hópur telur fréttaflutninginn vera bjagaðan og gefi ekki rétta mynd af stöðu mála. Nú getur hver haft sína skoðun á því en þetta er vísbending um það að einhvers konar formlegt mat verði að leggja á hlutlægni fréttaflutnings.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar