Ayn Rand, Francis páfi og heimspeki græðginnar.

Ayn Rand er vinsæl hjá hægrisinnuðu menntamönnum í USA og Evrópu. Hún trúði ekki á Guð og örugglega ekki á lýðræði. Hinir auðugu og valdamiklu eiga að stjórna vegna þess að þeir vita hvernig á að stjórna. Hinir ríku eru hetjur en almenningur er hættulegur skríll. Ayn Rand notaði ekki þessi orð en bak við skrúðmælgi og orðaaflaum er þetta kjarninn. Páfinn í Róm tekur annan pól í hæðina. Hann líkir kapitalisma við ógnarstjórn. Hann hafnar hagkerfi útilokunar og misréttis. Mikill fjöldi fólks í heiminum lifir í neyð.Peningarnir eru skurðgoð sem mennirnir dýrka í taumlausri neyslu. En hvað vill Francis páfi gera? Hann vill að hinir ríku verði sanngjarnir og réttlátir. Guð og Páfinn elska alla, jafnt ríka sem fátæka. Peningarnir eiga að þjóna manninum en ekki stjórna honum. Kapítalistarnir eiga sem sagt að hugsa meira á siðrænum nótum. Ábyrgur kapitalismi; er það möguleiki? Hverju myndi Ayn Rand svara? græðgi er góð, mismunun er nausyn og vald er réttur!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband