Borgarastríðið í Sýrlandi: ein milljón barna á flótta.

Aðstæður flóttamanna eru skelfilegar sérstaklega barnanna. Þau eru rænd æsku sinni. Þau eru neydd til að vinna eða þau eru gefin í hjónaband. Tölurnar eru skelfilega háar. Í Líbanon eru 385 þúsund börn, í Tyrklandi 294 þúsund og í Jórdaníu 291 þúsund. Helmingur allra sýrlenskra barna er á flótta erlendis eða innanlands. Í Rúanda árið 1994 skapaðist svipað ástand. Mörg börn hafa orðið fyrir sálrænu áfalli.  Þau geta ekki sofið, þau stama og þau pissa í rúmið. Reynsla þeirra af stríðinu er skelfileg og það hefur áhrif á sálarlíf og heilsu. Margar fjölskyldur eru háðar tekjum sem börnin afla með vinnu sinni. Sjö ára börn verða að vinna ef fjölskyldufaðirinn varð eftir í Sýrlandi en konan fór með börnin. Samir er 13 ára gamall. Hann vinnur  6 daga vikuunnar 12 tíma á dag í tehúsi í Irbid í Jórdaníu. Fyrir 12 tíma vinnu fær hann tæplega þrjár evrur eða rúmar 300 íslenskar krónur. Hann á 15 ára gamla systur en hún var seld til fimmtugs sýrlendings. Lífið í flóttamannabúðunum er sérstaklega erfitt fyrir stúlkur. Óttin við ofbeldisverk, s.s. nauðganir er mikill. Foreldrar reyna að halda stúlkum heima við eins mikið og hægt er. Lítill hluti barnanna í flóttamannabúðunum hefur kost á þvi að ganga í skóla. Skólaganga verður ekki tryggð nema með alþjóðlegri hjálparaðstoð. Allt veltur nú á að hægt verði að binda endi á borgarastríðið. (Spiegel).

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband