29.11.2013 | 14:49
Fasismi á Íslandi?
Í DV í dag er viðtal við Davíð Þór Jónsson, guðfræðing og listamann. Honum líst illa á þróun stjórnmálanna og sér dökk ský á lofti. Hann telur að listamenn tjái sig ekki opinberlega af ótta við að vera settir út í kuldann og ritskoði sjálfa sig. Hann telur að öfgasinnaðir þjóðernissinnar noti hatursáróður og lýðskrum. Reynt sé að beina reiði almennings að lista- og menntafólki. Davíð þór verður tíðrætt um lekann úr innanríkisráðuneytinu sem allir ættu að geta verið sammála um að er grafalvarlegt mál. Davíð Þór segir að í landinu ríki andrúmsloft pólitískra hreinsana. Hann telur að stöðuveitingavaldinu sé beitt gegn honum vegna pólitískra afskipta og skoðana. Nú má það vera að Davíð Þór sé of svartsýnn og meti ástandið ekki rétt. Hvað sem því líður er rétt að spyrja að því hvernig myndi fasismi á Íslandi líta út? Stutta svarið er íslensk útgáfa af Teboðshreyfingunni. Einkenni fasisma hér yrði örugglega mjög öfgakennd þjóðernishyggja og mikil andúð gagnvart framandi menningarhópum. Andstaða við fjölmenningarsamfélagið er einkenni hægri-öfgahópa í Evrópu. Annað einkenni yrði að ríkivaldi yrði beitt mjög markvisst til að útiloka óæskilegar skoðanir. það væri gert t.d. með því að beita stöðuveitingarvaldinu pólitískt. Þriðja atriðið er að samningsréttur launafólks yrði afnuminn í reynd. Önnur spurning á jafn mikinn rétt á sér og hin; af hverju verður Ísland ekki fasískt?
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar