Að framleiða verðmæti eða stunda afleiðuviðskipti?

Thorstein Veblen var bandarískur félagsfræðingur af norskum ættum. Árið 1899 kom út bók hans The Theory of the Leisure Class. Veblen var mjög gagnrýninn á bandarískt samfélag sinnar samtíðar. Þá eins og nú trúðu margir að markaðurinn gæti leyst öll vandamál. Núna eru viðskipti stunduð með verðbréf og pappíra. Menn spá í gengi gjaldmiðla, skipta úr einum gjaldmiðli í annan. Menn gera samninga þar sem hagnaður eða tap ráðast af  verðbreytingum fjölmargra vara. Fasteignabólur verða til og eru búnar til í kapphlaupi þar sem allir vonast eftir miklum gróða. Eitt sinn ætluðu margir að græða mikið og fljótt á hlutabréfum í DeCode....Sumir hagnast reyndar á því að fjárfesta í sprotafyrirtækjum og nýjungum. Fjármálakerfið getur hækkað verð á einstökum vörum langt umfram eðlilegt verð. Bakarinn selur brauð og fær sín laun og hugsanlega hagnað. Annar aðili veðjar á verðbreytingar á hveiti og annarar vöru. Og hagnast eða tapar. Sumir hagnast mikið þegar landsframleiðslan dregst saman. Stundum gerist þetta með markaðsmisnotkun. Enron og rafmagnsverð í Kaliforníu er þekkt dæmi.  Þegar fjármálakerfið verður mjög valdamikið er von á kreppum. Það sýnir sagan. Í bók Veblen er sett framkenning um stéttir og neyslu. Hann telur að arfleifð lénskerfisins lifi áfram í markaðskerfinu. Lénsherrar nútímans eru þá fjármálafurstarnir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband