Ný lög um vændi í Frakklandi.

Á þinginu í París er rætt um nýtt frumvarp. Samkvæmt því verður refsivert að kaupa vændisþjónustu. Refsing við fyrsta brot verður 1500 evrur eða nálægt 250000 kr. Við endurtekið brot tvöfaldast upphæðin. Vændiskonurnar eru fyrst og síðast fórnarlömb og þær verður að vernda segja stuðningsmenn frumvarpsins. Um þetta mál er deilt af hörku í frönsku samfélagi. Stofnuð hafa verið samtökin ; 343 hórkarlar og hefur verið sett fram ávarp undir yfirskriftinni; látið hórurnar okkar í friði. Rithöfundurinn F Beigbeder,  blaðamaðurinn E Semmour og útgefandinn C Durand fara fyrir þessum samtökum.  Samkvæmt rannsóknum hefur þriðjungur franskra karlmanna farið til vændiskonu. Strass eru samtök vændiskvenna í Frakklandi. Þau áætla að fjöldi vændiskvenna í landinu séu 400000. 80% kvennanna koma frá AusturEvrópu, Afriku og Asíu. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir aðstoð við konur sem vilja yfirgefa kynlífsiðnaðinn. Í Frakklandi er litið til Svíþjóðar sem fyrirmyndar. Árið 1993 var þar sett í lög bann við kaupum á kynlífsþjónustu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband