1.12.2013 | 17:18
Fyrirlítur kaþólska krikjan ríka fólkið?
Páfinn í Róm hefur sent frá sér rit á 180 blaðsíðum þar sem hann gagrýnir markaðskerfi og fjármálakerfi nútímans mjög harkalega. Ógnarstjórn markaðarins og það að stela auði frá fátæklingum jarðarinnar er harðlega gagnrýnt. Kenningar sem verja þetta kerfi eru rangar og fjandsamlegar manninum. Markaðurinn leiðir til mismununar og neyðar. Hann má alls ekki vera algerlega sjálfstæður og afskiptalaus. Skrif Franziskus páfa eru ekki trúarlegar kennisetningar en þær eru ekki einkaskoðanir hans sem persónu. Þær eru gundvallarrit Páfastóls um efnahagsmál. Í kristinni trú, sérstaklega kaþóslkir hefur auðsöfnun, Mammonsdýrkun, og einkaeign ávallt verið gagnrýni. Félagskenning kaþólsku kirkjunnar hefur ávalt verið gagnrýnin á kapitalískt markaðskerfi. Vald fjármagnsins er of mikið á kostnað vinnunnar. Skrif Páfans eru í þessum anda en þau eru óvenjulega eindregin. Páfinn vitnar í Johannes Chrysostomos en hann vað guðfræðingur á 4ðu öld og tekur margt orðfrétt frá honum. Auðveldar er fyrir kameldýr að komast í gegnum nálarauga en ríkan mann að komast til himnaríkis. það er erfitt að mistúlka þessi orð. Utópian um kristilegan kommúnisma kemur víða fram í Nýja Testamentinu. Þetta er endurvarp þess sem verður í Himnaríki. Þessar hugmyndir hafa alltaf átt sér gagnrýnednur. Einn þeirra var þýski heimspekingurinn Nietzsche. Kristin kenning er þrælasiðferði. Hún er öfund gagnvart þeim sem náð hafa árangri og eiga rétt á að njóta ávaxta dugnaðar síns. Kristin trú var vampíra Rómarveldis, skrifað Nietzsche. Mótmælendatrú hefur allt önnur viðhorf. Hjá Kalvin er velgegni í þessum heimi merki um náð Guðs og þess að vera útvalinn til himnaríkisvistar. Páfinn hefur orðið fyrir áhrifum að Guðfræði frelsunar sem var mjög róttæk hreyfing presta í Suður Ameriku. Páfinn var lengi biskup í Buenos Aires. Þar hafði hann mannlega neyð fyrir augum á hverjum degi. En kannski leggur páfinn of mikið uppúr dökku hliðum samtímans. Á undanförnum áratugum hafa kjör 700 milljóna manna batnað verulega. Mikill meirihluti þessa fólks býr í Kína. (faz.de).
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar