Er Hanna Birna að verja Vodafone?

Innanríkis-og dómsmálaráðherra hefur lýst því yfir að fyrirtækið beri mesta ábyrgð á því hvernig fór og það hafi viðurkennt mistök. Seinna atriðið er afar undarlegt hjá ráðherranum. það að geyma gögn langt umfram leyfilegan tíma er lögbrot en ekki mistök. Þegar hefur einn lögmaður kært fyrirtækið. Ráðherran segir að netörygisveit hafi verið stofnuð og að það sé kannski(sic) til marks um að stjórnvöld geri sérgrein fyrir hættunni. Guð minn góður, í hvaða veröld lifir ráðherrann? Undanfarin ár hafa verið stöðugar fréttir um netárásið hakkara og nethernað ríkja. Sýrlenski frelsisiherinn hefur látið til sín taka við. Allt þetta hefur farið framhjá ráðherranum. Heldur ráðherrann kannski að Ísland njóti fjarlægðarverndar vegna þess að landið er eyja langt frá öðrum löndum? Ef svo er þá skjátlast henni í þessu eins og fleiri málum. Það er liggur alveg ljóst fyrir að árás hakkaranna er lögbrot alveg á sama hátt og það er lögbrot hjá Vodafone að geyma gögn í allt að 3 ár sem eingöngu má geyma lögum samkvæmt í 6 mánuði. Árásin er stór áfellisdómur yfir tæknideild fyrirtækisins og mesta furða að forstjórinn skuli ekki hafa rekið hana alla og sagt síðan af sér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband