2.12.2013 | 11:16
Dulbýr Stöð 2 auglýsingar sem fréttir?
Oft er erfitt að draga skýrar línur: hvað er frétt? hvað er viðkiptafrétt? hvað er auglýsing? er frásögn af tilboðum fyrirtækja viðskiptafrétta eða auglýsing?. Í fréttum stöðvar 2 var nýlega sagt frá nýju tilboði 365 miðla. Tilboðið tengdist net og heimasíma sem tengdust völdum áskriftum. Í fréttatíma var viðtal við forstjóra fyrirtækisins. Á forsíðu Fréttablaðsins var sama efni merkt sem auglýsing. Nú eru til fjölmiðlalög frá 2011 þar sem komið er inná öll þau atriði sem hér hafa verið nefnd. Í 39 grein þeirra laga er fjallað um hvernig og með hvaða hætti vöruinnsetning má koma inní hljóð-og myndmiðlunarefni. Það er þá hlutverk eftirlitsaðila að grípa inní með einhverjum hætti ef farið hefur verið á svig við lögin. Nú virðist blasa við að umrædd "frétt" er á mörkum þess að vera viðskiptafrétt og auglýsing. Hugsanlegt er að einkastöðvar hafi meiri tilhneigingu til að vera á gráu svæði frekar en opinberar stöðvar.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar