Dulbýr Stöð 2 auglýsingar sem fréttir?

Oft er erfitt að draga skýrar línur: hvað er frétt? hvað er viðkiptafrétt? hvað er auglýsing? er frásögn af tilboðum fyrirtækja viðskiptafrétta eða auglýsing?. Í fréttum stöðvar 2 var nýlega sagt frá nýju tilboði 365 miðla. Tilboðið tengdist net og heimasíma sem tengdust völdum áskriftum. Í fréttatíma var viðtal við forstjóra fyrirtækisins. Á forsíðu Fréttablaðsins var sama efni merkt sem auglýsing. Nú eru til fjölmiðlalög frá 2011 þar sem komið er inná öll þau atriði sem hér hafa verið nefnd. Í 39 grein þeirra laga er fjallað um hvernig og með hvaða hætti vöruinnsetning má koma inní hljóð-og myndmiðlunarefni. Það er þá hlutverk eftirlitsaðila að grípa inní með einhverjum hætti ef farið hefur verið á svig við lögin. Nú virðist blasa við að umrædd "frétt" er á mörkum þess að vera viðskiptafrétt og auglýsing. Hugsanlegt er að einkastöðvar hafi meiri tilhneigingu til að vera á gráu svæði frekar en opinberar stöðvar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband