2.12.2013 | 16:54
Þýskaland; breyting á lögum um vændi væntanleg.
Ný stjórn hægriflokkanna og jafnaðarmanna hefur í hyggju að breyta lögum um vændi að sögn tímaritsins Spiegels. Í byrjun næsta árs verður lagt fram frumvarp sem felur í sér að sá gerist brotlegur sem kaupir þjónustu af vændiskonu sem hann veit að hefur verið neytt í vændi. Sem sagt, ef það er greinilegt að konan hefur verið beitt þvingunum verður kaupandinn brotlegur. Þetta gæti t.d. átt við ef vændiskonur eru sýndar eða hafðar til sýnis með valdi. Í stjórnarsáttmálanum er sagt að ganga skuli hart gegn þeim sem stunda mansal en um leið gegn þeim sem nýta sér neyð kvennanna. Nú eiga vændishús að fá sérstakt starfsleyfi og einnig á að banna svonefnt eingreiðslukynlíf (flatrate-sex). Um er að ræða verulega breytingu á lögunum frá 2002. Markmið þeirra laga var að gera starf vændiskvenna löglegt. Þær áttu að fá laun, sjúkrapeninga, lifeyrisgreiðslur og atvinnuleysisbætur. Melludólgar gátu hins vegar starfað í skjóli þessara laga og einnig þreifst mansal. Menntamenn hafa beitt sér mikið í baráttunni gegn vændi. Alice Schwarzer femeniskur rithöfundur hefur verið þar fremst í flokki. Hún telur vændi vera þrælahald nútímans. Í Frakklandi var í lok síðasta mánaðar samþykktur fyrsti hluti laga þar sem kaup á vændi er bannað.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar