Feiti tékkinn, glærusýningin, þrotabúin og veruleikinn.

Í júlí voru allar skuldir heimila 108% af landsframleiðslu. Að raunvirði höfðu skuldir lækkað um 3.2% fram á mitt þetta ár. Í árslok 2012 voru verðtryggðar skuldir heimila 87% af landsframleiðslu. Hrein eign heimila var í árslok 2o12 115% af landsframleiðslu. fasteignaverð hækkaði þetta ár. Á síðasta ári dró ur skuldavanda einstaklinga en mest hjá tveimur tekjuhæstu hópunum. Af einstaklingum með neikvætt eigið fé skulduðu tveir tekjuhæstu hóparnir 56% allra skulda. Tveir tekjulægstu hóparnir skulduði 26% fjárins. Örlítið brot tekjuhæstu hópanna er í greiðsluvandræðum. (Eru þetta helstu vinir Frosta Sigurjónssonar?)12% heildarútlána voru í vanskilum mitt þetta ár. Fjöldi einstaklinga á vanskilaskrá hækkar. í ágúst voru þeir 28099. 60% hefur verið á skránni í tvö ár eða lengur og 30% í fjögur ár eða lengur. Í ágúst höfðu 4820 einstaklingar sótt um greiðsluaðlögun. Staða heimilnna í heild hefur því farið batnandi fram á mitt þetta ár. ---Varðandi séreignasparnað og skattaafslátt er algerlega ljóst að sú aðgerð(ef af verður) mun gagnast hátekjufólki betur en lágtekjufólki. Sú aðgerð er ekki gerð til þess að auka ráðstöfunartekjur þeirra sem lægst hafa launin. Öll leiðrétting á verðtryggðum fasteignalánum er á kostnað ríkisins á næsta ári uþb 40 milljarðar. Hún er á ábyrgð ríkisins. Lagalegri óvissu um það hvort þrotabú séu andlag skattstofns verður eytt fyrir dómstólum. það mun taka tíma og útkoma óljós. Séreignapakkinn er fjármagnaður af launagreiðendum, launafólki og ríkinu í formi skattaafsláttar og tapaðra skatttekna. Feiti tékkinn mættti sem sagt ekki á glærusýninguna enda var þar ekkert talað um fjármögnun. Enda hefur feiti tékkinn alltaf verið brandari rétt eins og sms skilaboð utanríkisráðherra hjá vodafone. Þá eru það þrotabúin. þau verða örugglega gósenland lögfræðinganna en óljóst hvort fleiri komast að matarborðinu. Rétt er að vera sanngjarn. SDG og BB náðu um helgina frumkvæði í áróðursstríðinu kringum þetta mál. Við skulum ekki gera lítið úr því. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband