3.12.2013 | 14:06
Lesskilningur, stærðfræði og náttúrufræði. PISA 2012.
Frammistaða íslenskra nemenda versnar verulega frá 2009. Munur milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis vex. Piltum fer mikið aftur í lesskilningi og stærðfræðilæsi. Mikill munur er á innfæddum og inflytjendum. Lítill munur er milli skóla. Viðhorf nemenda eru jákvæðari. --Þetta eru niðurstöður í örstuttu máli. Líklega kemur niðurstaðan ekki á óvart en hún veldur miklum vonbrigðum. Jafnfram er hún alvarleg áminning. PISA er alþjóðleg rannsókn. Í fyrra tóku 65 lönd þátt í rannsókninni. Í öllum löndum Evrópu er mikið um hana fjallað og mikið mark á henni tekið. Ísland er rétt fyrir neðan OECD meðaltal í læsi á stærðfræði. Ísland er langt fyrir neðan þetta meðaltal í læsi í náttúrufræði. Á 10 árum virðist læsi hafa farið aftur sem nemur hálfu skólaári. Staða nemenda á Íslandi er ekki einstök. Staða nemenda í Svíþjóð virðist t.d. nokkru verri. Unglingum virðist líða vel í skóla sem er gott en framtíð í skóla og á vinnumarkaði reynist þeim erfið sem er ekki vel læs. Munur á drengjum og stúlkum hvað læsi varðar er mikið áhyggjuefni svo og munur á höfuðborgarsvæði og landsbyggð. Vel menntað vinnuafl er mikilvægasta auðlind Íslands. Dagar orðagjálfurs á tyllidögum eru liðnir. Nú verða stjórnvöld og þjóðin að láta verkin tala. Það merkilega er að þetta ástand skrifast aðallega á reikning íslenskra fjölskyldna en auðvitað ekki eingöngu. Íslensk heimili eru mjög tæknivædd, tölvur, símar, leikjatölvur....listinn er langur. Netheimur og heimur tölvuleikja er annað heimili íslenskra unglinga. Tímanum eiga foreldrar og geta foreldrar stjórnað. Fjölmiðlar hvetja ekki til lesturs og það gera kvikmyndir og framhaldsþættir heldur ekki. Mynd-og hljóðefni hefur náð yfirtökum.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar