Geðsjúkdómar og afbrot.

Frá árinu 1983 til 2008 lögðust 7670 karlmenn inná geðdeild hér á landi. 815 höfðu afplánað dóm í fangelsi og 749 voru með fíknisjúkdóm. Erlendar ransóknir hafa sýnt að um 40% fanga glímir við geðraskanir og  10-15% glímir við alvarlegar geðraskanir. Í 15 grein almennra hegningarlaga segir að geðsjúkum mönnum skuli eigi refsað enda hafi þeir sjúkdómsins vegna verið ófærir um að stjórna gerðum sínum. Sakhæfi er lögfræðilegt hugtak og dómari úrskurðar um sakhæfi brotamanns. Sakhæfir brotamenn eru dæmdir til fangelsisvistar en ekki ósakhæfir. Ósakhæfir geðsjúkir íslenskir brotamenn hafa ýmist verið í fangeslum hér á landi eða sjúkrahúsum erlemdis eða á réttargeðdeild hér á landi. Á réttargeðdeild fær sjúklingur meðferð og dvelur að lágmarki tvö ár. Í fangelsum eiga fangar rétt á heilbrigðisþjónustu eins og aðrir. Samkvæmt mati opinberra aðila er geðheilbrigðisþjónustu ábótavant í fangelsum hér á landi. Meðal annarra hefur Evrópunefndin CPT bent á þetta en hún hefur fjórum sinnum gert úttekt á fangelsum landsins. Mjög erfiðlega hefur gengið að fá langtímainnlög á geðdeildum fyrir fanga. Það er togstreita milli geðsjúkrahúsa og deilda og Fangelsismálastofnunar. Það er ljóst að Fangelsismálastofnun hefur hvorki mannafla né úrræði til að sinna geðsjúkum föngum. Í nokkrum tilvikum hafa alvarlega geðsjúkir fangar verið vistaðir í einangrun í fangelsi. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband