PISA könnunin í Svíþjóð.

PISA könnunin er gífurlegt áfall fyrir Svía. Þetta vekur skelfingu segar sérfræðingar í menntamálum. Sumir ætla að ánægja kennara með starf sitt hafi farið minnkandi. Vinnuánægja og tryggð við starfið minnkar. Launin er lág og virðing sem fylgir starfinu er ekki mikil. Kennarar eru blórabögglar fyrir margt sem aflaga fer. Á 10. áratug síðustu aldar voru gerðar margvíslegar breytingar á sænsku skólakerfi. Ríkið fjármagnaði skóla sveitarfélaganna en einnig svonefnda frjálsa skóla. Sveitastjórnir báru nú ábyrgð á skólum og skólastjórnendur og kennarar hafa veruleg áhrif á val kennsluefnis. Áhrif foreldra á skólana voru aukin. Foreldrar réðu því nú í raun í hvaða skóla barn þeirra fór. Þetta átti að auka frelsi og samkeppni. Þessi markmið hafa ekki náðst. það hefur leitt til þess að börn menntafólks eru í ákveðum skólum og börn innflytjenda í ákveðnum skólum en þetta er eftir sem áður ekki áberandi tilhneiging. Hins vegar virðast nemendur með ákveðinn námsstíl veljast í ákveðna skóla. Metnaðarfullir nemendur sem lesa mikið sækja í einstaka ákveðna skóla. En hver er þessi hópur sem gjarnan sækir langan veg í skólann sinn? Foreldrarnir eru bæði með háskólamenntun, þau eru innfæddir svíar og þau fá enga félagslega aðstoð. Aðgreiningin á sér stað á húsnæðismarkaði. Þeir sem hafa miðlungstekjur eða minna búa í blokkum. Hinir í sérbýli. Skýringar eru fleiri; það á að borga kennurum hærri laun. Innflytjendur eru orðnir alltof margir. Í 7 efstu sætum PISA 2013 eru unglingar frá Asíu. Það kemur merkilega vel heim og saman við þróun í alþjóðaviðskiptum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband