4.12.2013 | 13:20
Hvað geta skólar í Asiu kennt okkur?
Skólar í Shanghai voru bestir samkvæmt Pisa 2009 og eru það einnig núna. Hér er lögð áhersla á mikla vinnu ferkar en hæfileika en frumkvæði og sköpunarkraftur kennara er einnig nýttur. Nemendur í Shanghai er góðir í því að yfirfæra þekkingu frá einu sviði yfir á annað. Þeir geta nýtt það sem þeir kunna við breytt verkefni og ólíkar aðstæður. Í Shanghai getur 30% nemenda nýtt sér stærðfræðikunnáttu á skapandi hátt. Í USA er hlutfallið 2%. Mannval og mannaráðnigar skipta miklu í skólum í Shanghai. Mjög mikill áróður er rekinn fyrir gildi menntunar og hlutverki hennar í framtíðarþróun Kína. Í Japan eru nemendur reiðubúnir að leggja mjög hart að sér í náminu. Það er staðföst sannfæring að árangur sé ávöxtur mikillar ástundunnar en ekki vegna meðfæddra gáfna. Kröfur skólans, foreldra og kennara eru í samræmi við þetta. Mikil áhersla er lögð á símenntun og endurmenntun kennara. En skólastarfið í Shanghai hefur á sér ýmsar hliðar. 65% nemenda segir að þeim líði vel í skólanum eða að þeim finnst þeir tilheyra skólanum. 77% segja að öðrum nemendum líki vel við þá. 75% segja að skólinn hafi kennt þeim eitthvað sem muni nýtast þeim í framtíðinni.(cnn.com).
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar