4.12.2013 | 18:26
Á að banna starfsemi banka í stað þess að sekta þá?
Bankar hafa orðið að borga himinháar sektir vegna þess að þeir(starfsmenn) hafa haft óeðlileg áhrif á vaxtamyndun. það virðist hörð refsing en kannski nær hún ekki tilgangi sínum og eðlilegra væri að svipta banka starfsleyfi og leysa þá upp. Framkvæmdastjórn ESB hefur nýlega sektað nokkra alþjóðlega banka um 1.7 milljarð evra vegna samráðs um vaxtamyndun. Deutsche Bank verður að borga 725 milljónir evra. Eitt er það þegar stjórnendur fyrirtækja hittast í reykfylltum bakherbergjum og ákveða verð á bensíni og olíu. það er samsteypa eða kartell og til eru lög sem banna slíkt. Fáir bankar taka sig til og ákveða lobor eða euribor vexti og það hefur áhrif á fjölmarga aðra banka og fjármálastofnanir. Fáu bankarnir geta án allrar áhættu sundað sín viðskipti og spákaupmennsku. Þeir stjórna mikilvægustu breytum. Efnahagsglæpir eiga sér langa sögu en bankarnir hafa numið nýjar lendur hvað varðar umfang og upphæðir. það er pirrandi að fá sekt ef bílnum er lagt á rangan stað en það er ekkert meira. Líklega hafa stjórnendur banka í Evrópu ekki skilið enn hversu innilega þeir eru hataðir. Af sjálfsdáðum munu þeir ekki taka til í eigin ranni. Eitthvað verður að koma til sem hvetur þá til þess eða neyðir. (Spiegel).
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar