4.12.2013 | 21:36
Læsi barna, foreldrar og skólinn.
PISA könnunin vefst fyrir mörgum og sitt sýnist hverjum. Í kastljósi kvöldsins var rætt um niðurstöður nýrrar könnunar og var einkum fjallað um læsi og þá niðurstöðu þessarar könnunar að þriðjungur drengja sé illa læs eftir 10 ár á skólabekk. Af undarlegum og óskiljanlegum ástæðum var lítið sem ekkert fjallað um fjölskylduna. Þó kom fram að drengir í 10.bekk væru mikið einir heima og foreldrar vissi ekki hvað vinirnir hétu. Ekkert var minnst á tæknivæðingu heimilisins og þann stafræna tölvu-og tvöluleikjaheim sem drengir lifa í. Ekkert var minnst á það að það eru fyrst og fremst drengir sem eiga við vandamál að stríða í grunnskólum landsins. Það er sama hvaða vandamál er tekið. Alltaf er hlutfallið drengir 75% og stúlkur 25%. Til eru fjölskyldur þar sem foreldrar og unglingar sitja saman klukkutíma annan hvern dag og reikna saman. Hversu margar fjölskyldur skyldu sitja saman klukkutíma annan hvern dag og lesa bækur? Það er kunnara en frá þurfi að segja að foreldrar eru helsta fyrirmynd barna. Í þróun læsis geta foreldrar og eiga að leika stórt hlutverk. Einn af hornsteinum lestrarnáms er að foreldrar lesi fyrir börn sín sem flestir gera reyndar. Mörg börn eru læs þegar þau hefja nám í grunnskóla. Á fyrstu árum grunnskóla er lykilatriði í námi barnsins að gott samstarf og traust sé á milli fjölskyldu þess og skólans. Það að vera læs er grunnþekking og um leið mannréttindi. Ólæsi meðal fullorðinna er líklega 4% og sá hópur býr við mikla erfiðleika á vinnumarkaði.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar