Er kvenhatur kerfisbundið? Rannsókn á skrifum A. B. Breiviks.

Jorgen Lorentzen er bókmenntafræðingur og félagsvísindamaður í Noregi. Hann hefur rannsakað rit Breiviks 2083 og telur að þar sé andfemínismi settur í kerfi. Í skrifum Breivik kemur greinilega fram að hann vill taka aftur upp karlræði vegna þess að konur hafi fengið of mikil völd í nútímanum. Í athugasemdakerfum netmiðlanna verða hótanir og niðurlægjandi ummæli í garð kvenna sífellt meir áberandi. Menn virðast  vera óhræddir við að viðra skoðanir sínar. Kvenhatur er sem sagt til í norsku samfélagi en í netmiðlum kemur það aðallega fram sem skítkast. Breivik er þeirrar skoðunar að sterk staða kvenna hafi veikt stöðu karla og þá um leið hæfni þeirra til að verja fjölskylduna og þjóðina. Lorentzen telur að þessi hugsunarháttur sé einkennandi fyrir þá menn sem tjá sig á hatursfullan hátt um konur. Breivik skrifar að vald kvenna hafi aukist mikið í vestrænum löndum. Þær hafi fengið meiri pólitísk vald, meiriáhrif innan fjölskyldu og þær hafi kynlægt vald þar sem karlar hafi meiri kynþarfir en konur. Í netmiðlum kemur greinilega fram að karlar telja að þeir hafi tapað einhverju. Félagsleg staða þeirra hafi veikst. Nú sýna rannsóknir hins vegar að þjóðfélagslegar breytingar hafa einnig leitt til betri stöðu fyrir karla. En alltaf verða einhverjir útundan. Hægriöfgamenn eru á valdi nostalgíu, eftirsjá eftir liðnum tíma. En sá tími kemur aldrei aftur. Kvenhatur getur birst sem ofbeldi, nauðganir og dráp. En Breivik er algjörlega sér á báti. (Klassekampen).

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband