5.12.2013 | 14:37
Mjólkurkvóti, greiðslumark og beingreiðsla.
Ráðherra landbúnaðarmála telur tímabært að endurskoða kvótakerfi í mjólkurframleiðslu enda sé vaxandi eftirspurn ekki fullnægt í núverandi kerfi. Mjólkurkvóti er heildargreiðslumark. það er ákveðið af ráðherranum fyrir hvert verðlagsár. Það miðast við sölu á innanlandsmarkaði. Greiðslumark er sá hluti sem veitir hverjum mjólkurframleiðenda rétt til greiðslu úr ríkissjóði. Greiðslumark er bundið við lögbýli og breytist í hlutfalli við heildargreiðslumark. Beingreiðsla er greidd til framleiðenda sem á greiðslumark. Kúabændur fá einnig annars konar fjárhagslegan stuðning frá ríkinu. Bóndinn fær afurðarstöðvarverð frá mjólkurstöð. Mjólkurframleiðendum hefur fækkað jafnt og þétt frá 1980. 1980 voru þeir uþb 2300 en eru nú rúmlega 600. Á sama tíma hefur mjólkurframleiðslan vaxið jafnt og þétt. Heildarinnviktun mjólkur árið 2012 voru 125 milljónir lítra(aðildarfélög SAM). Í fyrra voru mjólkurkýr í landinu 24761.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar