5.12.2013 | 16:47
Samtök atvinnulífsins skilja hvorki fylgni né orsakasamhengi.
SA hafa sent frá sér auglýsingar þar sem gefið er til kynna að óhóflegar(sic) launahækkanir hafi orsakað verðbólgu hér á landi frá árinu 2006. Þetta er gert með flottum auglýsingum og fínum línuritum sem birtast í tíma og ótíma í fjölmiðlum. Nú er það svo að fyrirbæri í náttúrunni og mannlífinu geta fylgst að án þess að þau tengist á nokkurn hátt. Þannig gæti fylgst að fjöldi bálfara og fjöldi skráðra nýrra bifreiða á ári svo eitt dæmi sé búið til. Kjarasamningar eru samningar um lágmarkslaun. Þeir eru mikilvægir til að koma í veg fyrir óeðlilega samkappni milli launafólks ef aðstæður á vinnumarkaði eru þeim andsnúnar. Ekkert þak er sett á laun og öllum atvinnurekendum er frjálst að greiða hærri laun en samningar kveða á um. Umtalsvert launaskrið hefur einkennt launaþróun hér á landi og er launaskriðið talsvert meira en t. d. í Svíþjóð. Nú er launaskrið ákvörðun og á ábyrgð atvinnurekenda sjálfra. Ef orsakasamhengi er í flottu fylgnilínuritunum hjá SA þá ættu þeir að beina málflutningi sínum að mönnum í eigin röðum. Ekki virðist hugmyndaflugið hafa nægt til þess. Ekki var heldur gert ráð fyrir þessu í exelskjali Seðlabankastjóra. Líklega er að borin von að SA geti hugsað þá hugsun til enda að hlutdeild launatekna í þjóðartekjum vaxi......
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar