Nigella Lawson var gyðja matreiðslunnar.......

Hún var móðirin sem leit út eins og fyrirsæta og bakaði bestu kökurnar. Núna berst ún fyrir mannorði sínu í skilnaðarmáli og leðjuslag sem fer fram fyrir opnum tjöldum í réttarsal. Í júni birtust myndir þar sem maður hennar Charles Saatchi greip um háls hennar með báðum höndum. Heimilisofbeldi, hvað annað? Fram að þessu var Nigella stórstjarna í sjónvarpi og bókaútgáfu. Bók hennar How to be a domestic goddess varð metsölubók. Tekjur hennar námu milljónum punda. Eftir að myndin birtist sótti hún um skilnað og flutti í burtu með börnin. En dramatíkin hélt áfram fyrir rétti í Isleworth í Lundunum. Fyrir skilnaðinn höfðu hjónin ákært tvær ítalskar þjónustustúlkur fyrir þjófnað og að hafa notað kreditkort í leyfisleysi. Í ljós kom að kortin höfðu verið notuð til að kaupa fíkniefni. Hið virðulega blað Sun kallaði Nigellu nú Higellu. Ég var aldrei háð fíkniefnum segir Nigella en notaði þau einstaka sinnum þegar ég var undir miklu andlegu álagi. Hún ásakaði mann sinn um að leggja sig í einelti og ætla sér að eyðileggja mannorð sitt. En mannorð margra hefur skaðast. Eftir að myndirnar birtust er ímynd Saatchi ekki góð. Grillo-systurnar ítölsku telja á sig hallað. Þær höfðu að vísu stolið frá fyrirtæki Saatchi en það voru algerir smámunir. Fjölmiðlarnir hafa áhuga á fræga fólkinu og flottu villunum......

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband