Ofbeldi gegn fötluðum konum á Íslandi.

Fyrr á þessu ári kom út eigendleg könnun unnin af Félagsvísindastofnun og Rannsóknarstofu í Fötlunarfræðiu. I þessari rannsokn voru tekin djúpvipðtöl við 13 konur þannig að könnunin hefur ekki alhæfingargildi um allar fatlaðar konur.Hún sýnir hins vegar þann margbreytilega veruleika sem fatlaðar konur lífa í. Flestar kvennanna áttu sér langa sögu undirokunar og ofbeldis. Þær höfðu allar upplifað einhvers konar ofbeldi í barnæsku. Þær höfðu flestar orðið fyrir einelti í barnaskóla. Á æskuheimilinu fengu þær lítill stuðning. 5 kvennanna höfðu orðið fyrir ofbeldi af hendi eiginmanns eða kæresta. Skortur er á fræðslu til kvennaa með þroskahömlun um gott kynlíf og heibrigt parasamband. Upprunafjölskuldur reyndu stöðugt að stjórna lífi þeirra. Nokkrar konur höfðu orðið fyrir ofbeldi af hálfu starfsfólks ásambýlum. 21% kvenna, jafnt fatlaðra sem ófatlaðra hafa verið beittar ofbeldi í nánu sambandi. Alþjóðlegar rannsóknir sýna að fatlaðar konur eru mun líklegri en ófatlaðar til að verða fyrir ofbeldi. Fatlaðar konur eru á allan hátt í mun verri aðstöðu til að verja sig en ótaflaðar. Lýsingar á samtölum við konurnar eru margar átakanlegar. Ein fötluð kona var gift ófötluðum mann. Hann neyddi konuna til að hafa samfarir við vin sinn. Það er ljóst að mikil þöggun ríkir almennt í ofbeldismálum gegn fötluðum. Margt er hægt að gera. Það er hægt að auka fjárhagslegt sjálstæði fatlaðra til þess að auðvelda þeim að losna úr ofbeldissamböndum.(Ofbeldi gegn fötluðum konum. Skýrsla unnin fyrir Velferðarraðuneytið 2013.).

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband