Landsframleiðsla vex á þessu ári en fjárfestingar dragast verulega saman.

Fyrstu 9 mánuði ársins jókst landsframleiðslan um 3.1% en fjárfestingar dróust saman um 7.1%. Útflutningur jókst um 4.1% og bæði einkaneysla og samneysla um 1.3%. Hagvöxturinn er drifinn áfram af útflutningi á vörum og þjónustu. Varðandi fjárfestingu: í fyrra var flutt inn mikið af skipum og flugvélum. Ef tekið er tillit til þessa dregst fjárfesting atvinnuvega saman um 13.1% en en ef skip og flugvélar eru sett í svigas vex hún um 4%. Fjárfestingar hins opinbera og nýbyggingar aukast miðað við sama tíma í fyrra. Þjónustuútflutningur jókst um 7.4% að raungildi fyrstu 9 mánuði ársins. Þjónustujöfnuður var jákvæður um 65 milljarða króna og vöruskiptajöfnuður um 45 milljarða króna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband