6.12.2013 | 13:49
Hvað er Analytica ehf? Ráðgjöf fyrir fagfjárfesta eða ríkisstjórnina?
Á vef stjórnarráðsins má sjá skýrslu sem er rúmar 15 blaðsíður en þar er lagt mat á áætlanir ríkisstjórnarinnar um að leiðrétta verðtryggð lán heimila. Þar eru metin þjóðhagsleg áhrif tillagna nefndarinnar eins og þær birtast í skýrslu hennar. Á heimasíðu Analytica ehf er starfssemi fyrirtækisins lýst. Þar er minnst á virðisaukandi fjármálaráðgjöf fyrir fagfjárfesta. Sérþekking starfsmannanna liggur ekki hvað síst á sviði áhættustýringar gjaldeyrismála eins og stendur á heimasíðunni. Yngvi Harðarson er stofnandi fyrirtækisins en aðrir starfsmenn eru Höskuldur Hlynsson og Vignir Jónsson. Þeir eiga það m.a. sameiginlegt að hafa áður unnið hjá Askar Capital. Analytica lætur frá sér fara leiðandi hagvísi sem má segja að sé nokkurs konar hagspá. Á heimasíðu fyrirtækisins er gerð grein fyrir þeirri þjónustu sem fyrirtækið veitir. Hvergi er þar minnst á mat á þjóðhagslegum áhrifum umfnagsmikilla aðgerða hins opinbera. Og er það reyndar eðlilegt þar sem markhópur fyrirtækisins eru fagfjárfestar. Yngvi Harðarson hagfræðingur er einn af fastagestum Ingva Hrafns Jónssonar á stöðinni Inntv.is. Þar eru málin rædd og mörg spakyrðin falla. Eins og margir muna óskaði stjórn Askar Capital eftir slitameðferð á félaginu árið 2010.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar