6.12.2013 | 19:22
Suður Afríka eftir dauða Mandela.
Þjóðin hefur orðið fyrir áfalli. Landsfaðirinn er látinn. Enginn kemur í stað Madiba. Núverandi stjórnvöld eru álitin spillt og margir hafa uppi varnaðarorð; ríkið gæti liðast í sundur. Mandela var hálfguð í heimalandi sínu í lifanda lífi. Styttur af honum eru út um allt. Andlit hans á peningaseðlum. Hvarvetna er hann sýnilegur. Mandela byggði upp öflugan pólitískan flokk og hann sjálfur var siðferðilegur mælikvarði stjórnmálanna. Hann var um leið lifandi stefnuskrá. Hann sat í fangelsi í 27 ár og fórnaði stórum hluta lífs síns fyrir hugsjónir sínar um frelsi fyrir alla menn í Suður Afríku. Bæði svarta og hvíta. Við fráfall Mandela er líklegt að flokkur hans Afríska þjóðarráðið lendi í djúpri kreppu. Flokkurinn er form án innihalds. Jakob Zuma forseti hefur verið sakaður um spillingu. Hann lætur ríkissjóð borga hluta einkaneyslu sinnar. Apartheit var afnumið 1994. Ungt fólk hefur ekki reynt aðskilnaðarstefnuna á eigin skinni. Það mun móta afstöðu þess til stjórnmálaflokka. Mandela var forseti til 1999 og 2004 hætti hann þátttöku í opinberu lífi. Landi verður að stjórna með lögum en ekki með persónum og alls ekki með einni persónu; slíkur var boðskapur Mandela. Mandela gaf þjóð sinni mikið. Hann boðaði frelsi fyrir alla, fyrirgefningu og sátt. Fyrir Afríku og allan heiminn er framlag hans einstakt.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar