6.12.2013 | 21:46
Japan; 10 ára fangelsisvist fyrir uppljóstrara.
Efri deild japanska þingsins hefur afgreitt afar umdeilt frumvarp um ríkisleyndarmál. Sá sem dreifir slíkum upplýsingum getur nú reiknað með refsingu sem er allt að 10 ára fangelsisvist. Gagnrýnendur óttast að þrengt verði að frjálsri fjölmiðlun og blaðamennsku. Mikil átök urðu í báðum deildum þingsins um þetta mál. Það er nú talið ógna öryggi ríkisins að dreifa upplýsingum um ákveðin leyndarmál. Til mómælafunda kom í Tokio þar sem 10000 manns mættu. Stríð byrjar með leyndarmálum stóð á mótmælaspjöldum. Menn óttast að stjórnvöld beiti nú lögunum gegn andstæðingum sínum. Samkvæmt lögunum hvílir leynd í allt að 60 ár yfir upplýsingum sem snerta utanríkisþjónustu, varnir landsins, baráttu gegn hryðjuverkum og njósnir. Hingað til hefur refsing vegna uppljóstrana verið eitt ár. Stjórnarandstaðan lagði til að óháð stofnun mæti hvenær veita ætti upplýsingar en ekki stjórnvöld. Lögin eru óljós og þau þarf að túlka. Með þeim væri hægt að neita að veita upplýsingar um slys eins og urðu í kjarnorkuverinu í Fukushima. Listamenn og vísindamenn hafa varað við þessari hættulegu lagasetningu sem beinist gegn lýðræði og frelsi. (Spiegel).
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar