7.12.2013 | 09:08
Arfur Mandela:lífskjör í Suður Afríku.
Aðskilnaðarstefnan var brotin á bak aftur fyrir 20 árum en það kostaði langa og harða baráttu. Afturhaldssamir stjórnmálamenn um allan heim studdu stjórn De Klerk. M Thatcher var framarlega í flokki. Ísrealsmenn studdu stjórnina fram á síðasta dag. Mikil er skömm þeirra. Hreyfing milljóna svartra karla og kvenna í Suður Afríku lögðu aðskilnaðaarstefnuna að velli. En ráðandi stétt hvítra í Suður Afríku hugsaði um eiginn hag og hún sá fram á að stjórn De Klerk gat ekki gengið lengur. Hagkerfið var komið að fótum fram. Framleiðni í námum og verksmiðjum fór sífellt niður á við. Á níunda áratugnum fór hagnaðarhlutfall fyrirtækja lækkandi. Erlendar fjárfestingar dróust saman og gæði þeirra minnkuðu mikið. Ríkjandi stétt sá fram á að stefnubreyting var nauðsynleg ef bjarga átti efnahag landsins. Mandela er kosinn forseti þegar hann er 76 ára gamall. Endalok aðskilnaðarstefnunnar markar nýtt upphaf í hagkerfi landsins. Hagnaðarhlutfall hækkar mikið. Vélvæðing og tæknivæðing setur svip sinn á þróunina. 2013 ríkir stöðnun. Atvinnuleysi er mikið. Glæpatíðni sú langhæsta í heimi og hagvöxtur lítill. Á valdatíma Mandela og Mbeki urðu framfarir á vissum sviðum. Svartir nutu nú heilsugæslu og menntunar. Gæði húsnæðis jókst mikið. En ójöfn dreifing tekna og eigna er hvergi jafn mikil og í Suður Afríku. Efsti tekju-og eignahópurinn er nú opinn fyrir svörtum. Hinn örlitli hópur hvítra auðmanna hefur greinilega lifað af endalok aðskilnaðarstefnunnar og komið er fyrir í nýju kerfi. Arfleifð Mandela var að sigra aðskilnaðarstefnuna en baráttunni er ekki lokið.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar