7.12.2013 | 20:59
Fjölgun starfa í USA.
Þrátt fyrir niðurskurð og lokun ríkisstofnana mjakast bandaríska hagkerfið í rétta átt. Vinnumálastofnunin -BLS- hefur birt tölur fyrir nóvember. Samkvæmt þeim hafa orðið til 203000 ný störf.Fjöldi nýrra starfa í heilsugæslu, svo dæmi sé tekið, var 28000. Á síðasta ári var mánaðarmeðaltalið 195000 störf. Frá því nóvember í fyrra höfðu einkafyrirtæki ráðið 2300000 nýja starfsmenn. Á 3ja ársfjórðungi jókst framleiðsla um 3.6%. Þetta hljóta að vera ánægjulegar fréttir eftir harðvítugar og grimmar deilur um fjárlög í Washington. Atvinnuleysið mælist nú 7% og hefur lækkað um 0.8% á einu ári. Atvinnuleysi hjá svertingjum er 12.5% og hjá spænskumælandi 8.7%.Þann 28.12 2013 mun 1.3 milljónir manna missa rétt til atvinnuleysisbóta verði ekki gripið til ráðstafana. Nú er langtímaatvinnuleysi 2.6%. Hægt er að framlengja réttinn í eitt ár en hversu lengi getur það gengið? Atvinnuþátttakan hefur hins vegar minnkað og er hún nú 63%. Þeir sem eru í hlutastörfum er 7.7 milljónir. Opinbera tölur segja að 11 milljónir manna séu án atvinnu. Þróunin er hæg og batinn hægur. Almennt hafa laun hækkað um 2% en verðbólga er rétt við 1%.(www. bls.gov)
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar