Óttinn við langvarandi kreppu á Evrusvæðinu eða Euro Horror Show....

Í næstu viku mun athyglin beinast að seðlabönkum í Evrópu og USA. Á fimmtudag munu bankastjórar Evrópska Seðlabankans og Englandsbanka ræða áframhaldandi aðgerðir til að koma meiri lífi í hagkerfi svæðisins. Á föstudaginn mun bandaríski seðlabankinn -FED- gera grein fyrir því hvenær hann hættir að kaupa ríkisskuldabréf í stórum stíl. Svo notað sé líkingamál úr fikniefnaheiminum þá er hagkerfi heimsins orðið háð sprautum  sem er stöðug peningainnspýting. Í hverjum mánuði kaupir Seðlabanki USA ríkisskuldabréf og verðpappíra fyrir 85 milljarða dollara og öllum er ljóst það þannig geta hlutirnir ekki gengið endalaust. Skuldsetning fyrirtækja og heimila á Evrusvæðinu er sögulega séð afar há. Þvi lengur sem kreppan varir því líklegra er að ekki verði hægt að endurgreiða öll lán. Bankar munu verða að bókfæra stórar upphæðir í töpuð lán eða tapaðar kröfur. Þetta óttast margir. Það yrði næsti þáttur í Euro Horror Show. Skuldaverðhjöðnun, hagkerfið dregst niður á við, landsframleiðsla drest saman, bankar riða til falls, ekki er hægt að fjármagna fjárfestingar....japanskt ástand. Hvað kemur næst? Munu þeir sem vilja leggja inn sparifé borga gjöld í stað þess að fá vexti? Líklega munu aðgerðir seðlabankanna leiða til þess að evran veikist og dollarinn styrkist. Þýskur útflutningur myndi taka viðbragð og keyra áfram með tvöföldum turbó hraða. Vextir myndu hugsanlega lækka og peningarnir streyma í pumpuna sem blæs lofti í fasteignabóluna ;)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband