Í hvað fer þróunaraðstoð?

Heildarútgjöld Þróunarsamvinnustofnunar Íslands á síðasta ári voru 1.247 milljónir króna en voru 1.160 árið áður. Í árslok voru starfsmenn 40 og var meirihluti þeirra staðarráðinn í samstarfslöndunum. Þróunaraðstoð er veitt 3 löndum.Auk sérstakra verkefna á öðrum svæðum. Í Malavi búa 15.9 milljónir og hlutfall fátækra er 73.9%. Á lífskjaralsita SÞ er landið í 179. sæti. Líflíkur eru 55 ár. Sjúkrahúsið í Monkey Bay var formlega afhent innlendum stjórnvöldum í byrjun síðasta árs. Starf ÞSSÍ hefur beinst að því að efla grunnþjónustu í héraðinu Mangoshi. Framlag ÞSSÍ var alls 352 milljónir. Í Mósambík búa 24.5 milljónir manna. Hlutfall fátækra er 59.6% og landið er í´185. sæti á lífskjaralista SÞ. Í landinu eru lífslíkur 51 ár en hagvöxtur nokkuð góður eða 7.5%. Þróunaraðstoðin er mikið á sviði fiskveiða og fiskeldis. Í landinu eru 30% kvenna 15 ára og eldri læsar en 60 % karla. Aðstoð Íslands hefur einnig mikið beinst að þessu sviði. Í Úganda búa 35.6 milljónir manna. Hlutfall fátækra er 38%. Lífslíkur eru 53 ár. Gífurleg spilling er í Úganda. Aðstoð hefur verið veitt á sviðum fiskveiða, byggðamála og fullorðinsfræðslu. Áhersla er lögð á að bæta lífskjör þeirra sem byggja afkomu sína alfarið á fiskveiðum. Ef fjárfraamlög ÞSSI eru flokkuð eftir málaflokkum kemur í ljós að til  menntamála fara 10%, til heilbrigðismála 14%, til vatns-og hreinlætismála 6%, til félagslegra innviða 20%, til orkumála 7%, til fiskmála 28%, til aðalskrifstofu 10% og annað 5%. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband