Hver er árangur þróunaraðstoðarog í hvað fer þróunaraðstoð?

Árið 2000 samþykktu SÞ Þúsaldarmarkmiðin. Þau eiga að nást 2015 og fela í sér fjölbreytta markmiðsetningu um þróun á mörgum sviðum.Margar skoðanir og misjafnar eru á þróunaraðstoð meðal hagfræðinga. Einn hlesti talsmaður þeirra er J Sachs en hann hefur verið sérstakur ráðgjafi SÞ. Gagnrýnendur eru ýmsir. Nefna má Dambisa Moyjo frá Sambíu. Hann telur þróunaraðstoð hafa slæm áhrif og líkir Afríku við eiturlyfjafíkil. Nú hefur Ísland oft í sögu sinni notið þróunaraðstoðar. Nefna má Marshall aðstoðina en hún er oft nefnd sem velheppnuð þróunaraðstoð. Landakotsspílali var reistur 1902 fyrir söfnunarfé frá Evrópu og er það væntanlega einnig klassískt dæmi um þróunaraðstoð. Þessi spítali var aðalspítali landsins og kennsluspítali til 1930 að Landsspítalinn tók til starfa. Þróunaraðstoð er í eðli sínu flutningur á fjármagni frá fólki í einu landi til annars lands með það markmið að auka velsæld,þróun og hagvöxt. Alþjóðabankinn, AGS og SÞ standa að marghliða þróunaraðstoð. Það eru 7 undirstofnanir SÞ sem starfa að þróunarmálum. Þúsaldarmarkmiðin ná til 8 sviða, s.s.lækka dánartíðni barna og bæta heilsufar kvenna. Mest af tvíhliða þróunaraðstof er frá OECD. Af hverju skyldi þróunaraðstoð hjálpa? Skoðum hugmyndir J Sachs um fátæktrargildruna: í vanþróuðum löndum er mikil fólksfjölgun og sparnaður lítill, framleiðni er lág og tæknistig er lágt. Þetta er ástandið í mörgum löndum Afríku sunnan Sahara. Þessi lönd einkennast af lítilli framleiðni í landbúnaði, lítil tækninotkun, mjög há tíðni sjukdóma, hæt upptaka og útbreiðsla tækninýjuna og mikil spilling í sjórnmálum. Af þessu leiðir segir Sachs að löndin geta ekki komist af sjálfsdáðum úr fátæktargildrunni. Þróunaraðstoð fer ekki fram í pólitísku eða hernaðarlegu tómarúmi hafi einhver haldið það. Aðstoð Frakklands fer áberandi mikið til fyrrverandi nýlenda án tillits til fátæktarstigs. USA sýnir MiðAusturlöndum mikinn áhuga. Norðurlöndin eiga engra slíkra hagsmuna að gæta. Noregur, Danmörk og Svíþjóð veita milli 1-0.8% af vergri þjóðarframleiðslu í heildarþróunaraðstöð. Í milljörðum dollara talið er USA lang stærstir enda þótt hlutfallstalan lág. Talan fyrir Ísland er líklega fyrir neðan 0.2%. Þegar meta á árangur þróunaraðstoðar er svarið ekki eitt og einfalt? Stundum leiðir hún til aukins hagvaxtar ef ákveðnar stofnanalegar forsendur eru til staðar í móttökulandinu. Stundum hefur hún neikvæð áhrif og leiðir jafnvel til enn meiri spillingar. Ef skoðuð eru afmörkuð svið þá er árangur góður. Í heilbrigðisgeiranum hefur víða náðst góður og mælanlegur árangur. Dánartíðni barna hefur minnkað hefur minnkað og tekist hefur að koma í veg fyrir hiv-smit. Allur þessi vandi er einnig siðferðilegur; Afríkubúar munu leysa sín vandamál ef þeir taka upp frjálsan markaðsbúskap myndu frjálshyggjumennirnir segja. Segja má að það sé skoðun. Sanntrúaðir kristnir menn gætu sagt: það sem þér gjörið einum minna minnsta bræðra  gjörið þér mér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband