9.12.2013 | 14:36
Barnabætur á Norðurlöndum. Samanburður.
Við skoðun á greiðslum um mitt þetta ár kom í ljós að hjón og sambúðarfólk fær mestan stuðning með börnum sínum í Danmörku. Minnstur er stuðningurinn í Finnlandi. Munur milli landa er reyndar ekki mikill og er munur á mánuði 14301 króna milli þess lands sem greiðir mest og þess sem greiðir minnst. Munur er hins vegar mjög mikill þegar kemur að hæstu og lægstu bótum til einstæðra foreldra. Þá munar 35660 krónum á mánuði. Einstæðir foreldrar í Noregi fá mest en í Svíþjóð er minnstur stuðningur. Á Íslandi eru greiddar næst hæstu barnabætur til fjölskyldna á Norðurlöndum. Á það bæði við um einstæða foreldra og hjón/sambúðarfólk. Það ber að hafa í huga að á hér á landi er frítekjumark en ekki á öðrum Norðurlöndum. Í Svíþjóð eru barnabætur greiddar til 16 ára aldur og í Finnlandi til 17 ára aldurs. Í Danmörku, Noregi og hér á landi er greitt til 18 ára aldurs. Hér á landi hafa barnabætur hækkað um 20% frá árinu 2006 til 2013. Viðbót hefur hækkað um 114%. Mesta hækun milli ára var fyrir árið 2013 en þá voru bætur hækkaðar um 10% og viðbætur um 63.42%. (Allar tölur miðast við júni 2013.).
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar