9.12.2013 | 15:45
Verðhjöðnun í Grikklandi.
Í hinu skuldumvafna Grikklandi lækkar verðlag jafnt of þétt. Á einu ári (nóv 12-nóv 13) hefur verð á vörum og þjónustu lækkað um 3%. Þróunin er mjög hættuleg en við fyrstu sýn er þetta hagstætt fyrir neytandann. Matvæli, leiga, lestarferðir; allt verður ódýrara. Vandamálið snertir hagkerfið í heild. Við slíkar aðstæður verður hagvöxtur mjög erfiður eða útilokaður. Þetta hefur aldrei gerst áður í Grikklandi og skuldakreppan hefur stutt við verðhjöðnunina. Grikkland er í djúpri efnahagslegri lægð og skuldir himinháar. Lán frá Evru-ríkjunum og AGS komu í veg fyrir greiðslufall gríska ríkisins. Skilyrði lánanna voru erfið. Mjög harkalegur niðurskurður ríkisútgjalda og mikil lækkun launa. Á þessu ári lækka raunlaun um 6.2%. Verð vara og þjónustu hlutu að lækka og stjórnvöld reiknuðu með því. Litið var á Grikkland sem mjög dýrt land fyrir kreppu. En verðhjöðnun er hættuleg. Nú reikna allir með lækkandi verði. Af hverju ekki að bíða með að kaupa þar til varan verður enn ódýrari? Af hverju ekki að bíða með fjárfestingar þar til aðföng og vinnuafl verða enn ódýrari? Atvinnuleysi er nú 27%. Samdráttur landsframleiðslu var 3%. Sá minnsti í þrjú ár. En samdráttur eigi að síður.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar