Eineltismenning innan fyrirtækja.

Rannsókn á einelti var gerð á 3 opinberum vinnustöðum árið 2005. Samkvæmt henni höfðu rúm 10% starfsmanna orðið fyrir einelti. 27% höfðu orðið vitni að einelti á vinnustaðnum en 17% á sinni deild. Í flestum tilvikum var gerandinn yfirmaður eða annar stjórnandi þess sem fyrir eineltinu varð. Stjórnunarstíll hefur áhrif á alla þætti eineltismála. Orsakir eineltis er m.a.að leita í stjórnunaraðferðum, siðferði stjórnenda og starfsmanna. Einelti birtist með ýmsum hætti ; sem meinfýsi eða stöðug neikvæð gagnrýni, niðurlægjandi yfirgangur, áreitni og kerfisbundin og endurtekin beiting misréttis. Einelti felur oftast í sér misnotkun valds. Sá sem verður fyrir einelti á oft erfitt með að verja sig. Í reglugerð um aðgerðir gegn einelti frá 2004 er einelti lýst sem síendurtekinni ótilhlýðilegri háttsemi. Einelti getur haft afar alvarlegar afleiðingar. Í versta tilviki að fórnarlambið fyrirfari sér. Kulnun í starfi og áfallastreita geta tengst einelti. Áhrif eineltis á vinnustaðinn geta verið veruleg. Aukin starfsmannavelta og auknar veikindafjarvistir eru tvö dæmi. Ljóst má vera að einelti hefur margvísleg neikvæð áhrif á samfélagið í heild og eykur kostnað. Í stjórnunarfræðum og vinnusálfræði er talað um eineltismenningu innan fyrirtækja. Hún skapast af viðhorfum þeirra sem stjórna fyrirtækjunum. Fólk hugsar vinnustaðinn sem núll summu leik; ef ég vinn þá tapar þú. Menn liggja á upplýsingum , ekkert hópastarf og mikil samkeppni. Ásökunarhegðun; ef þú ferð ú fyrir viðteknar venjur kemur ásökun. Fórn fyrir starfið; öllu er ýtt til hliðar fyrir starfið.---Mjög margt er hægt að gera til að koma í veg fyrir einelti og taka á eineltisvandamálum og mjög margt er gert.--

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband