10.12.2013 | 16:57
Frosti Sigurjónsson bannar allar ryksugur...
Nýlega bloggaði þingmaður Framsóknar Frosti Sigurjónsson um væntanlegt bann ESB á kraftmiklum ryksugum. Hér skjátlast fyrrum GEO. Ætlunin er að flokka ryksugur í umhverfisvænar-ekki umhverfisvænar og fer það eftir m.a. rafmagnsnotkun eða orkunotkun. Ryksugur fá merkimiða og neytendur geta þá séð um hvað grip er að ræða. Ekkert er bannað. Neytandinn getur keypt sér þá ryksugu sem hann vill.( Die Welt. 12.9. 2013) Guði sé lof! Ryksugur sem fá merki A eru góðar. Þær eru með lága watt tölu. G fá þær sem eru með háa watt tölu. En nú varð reglugerðarsmiðunum á í messunni svipað og Frosta með bannið. Þær sem nota lítið rafmagn ryksuga illa þannig að meðal- húsfaðir þarf að ryksuga fjórum sinnum til að ná sama árangri og hefði hann notað ryksugu merkta G. Þá er orðin spurning með sparnaðinn. En hvað skyldi vera næst á dagskrá hjá umhverfisreglugerðarsmiðunum. Jú; klósett sem sparar vatn! Samkvæmt reglugerð má ekki nota meir en 3.5 lítra af vatni í hvert sinn sem sturtað er. En lausnin blasir við: hver og einn neyðist til að sturta oftar.....
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar