Fasteignabóla í Svíþjóð?

Verð á íbúðum í Svíþjóð hækkaði um 14% á tólf mánaða tímabíli (okt.2012-okt.2013) og hafði verðið þá meir en þrefaldast síðan árið 2000. Kaup og sala á íbúðum hefur verið sérstaklega mikil í vinsælustu hverfum Stockholms borgar eins og Soedermalm og Vasastan. En þróunin hefur verið svipuð í Gautaborg, Malmö og öðrum borgum. Að mati margra sérfræðinga er verðið 25% hærra en eðlilegt má teljast. Skuldir heimila hafa vaxið og eru nú 173% af ráðstöfunartekjum. Þetta hlutfall hefur verið milli 90% og 100% um langt árabil. Nú er svo komið að mörg sænsk heimili eru mjög viðkvæm fyrir lækkun á verði húsnæðis. Þessi bóla mun örugglega springa eins og gerðist 1992. Fjórir stærstu bankar Svíþjóðar hafa samanlagt fjármagn sem samsvarar fjórfaldri landsframleiðslu Svíþjóðar. Sænskir bankar eru almennt taldir mjög traustir en ef til vandræða kemur mun það strax hafa áhrif út fyrir landamærin. Viðskipti bankanna eru ekki bundin við Svíþjóð. Fram til ársins 2000 hafði fasteignaverð í Svíþjóð verið nánast stöðugt í 50 ár. Síðan þá hefur verðið breyst mikið en ekki eru allir sammála um að um bólu sé að ræða. Verðið gæti hafa hækkað vegna þess að framboð á húsnæði lætur á sér standa. Nýbygginngar eru ekki nema helmingur þess sem var á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. íbúar landsins eru nú 9.5 milljónir. Mikill fjöldi innflutjenda hefur komið til landsins. Árið 2012 var fjölgunin 67000 og spáin er að hún verði 80000 á ári næstu fimm ár. Vextir eru mjög lágir og ráðstöfunartekjur hækkuðu um 58% á síðustu 10 árum. En kannski eru hinir ráðdeildarsömu Svíar að leika hættulegan leik. Vextir kynnu að hækka og fasteignaverð að lækka. Kristnir mótmælendur vilja í anda Luthers borga sínar skuldir.....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband