Mun Forseti Alþingis kenna forsætisráðherra mannasiði?

Forsætisráðherra veldur mörgum vonbrigðum. Ekki þarf mikinn spámann til að sjá að hópurinn mun stækka. Framganga mannsins er í raun lítilmannleg. Aðferð hans við að rökræða stjórnmál verður að teljast afar  undarleg. Eitt kemur ávallt fyrir; andstæðingarnir ljúgja, fara með rangt mál eða gefa sér rangar forsendur. Ekkert er til sem heitir önnur lífsssýn eða önnur forangsröðun. Nei, það eru þeir sem vita um hvað málið snýst og svo hinir sem af slæmum hug snúa út úr og ljúga. Mjög lýðræðisleg hugsun eða hitt þó heldur! Nú hefur þjóðin orðið vitni að ótrúlegum hringlandahætti í vinnubrögðum varðandi áætlanir ríkisstjórnarflokkana um niðurskurð á barnabótum og þróunaraðstoð. Formaður fjárlaganefndar segir eitt, fjármálaráðherra það sama og þingmaður stjórnarandstöðu spyr um þessi atriði á Alþiingi.Bregður nú svo við að forsætisráðherrann sem situr flissandi í sæti sínur stígur í ræðustól og segir forsendur þingmannsins rangar. Sem sagt: orð samstarfsmanna forsætisráðherra eru röng. Stefnan fyrir hádegi var sem sagt ekki sú sama og stefnan eftir hádegi. Nú mætti ætla að einhverjum í fjölmennum þingflokki Framsóknar þætti nóg um þessa furðulegu framkomu( en hún á sér nokkra sögu nú þegar) en svo virðist ekki vera. Þingflokkurinn er þögull sem gröfin og er það reyndar í fleri málum en þessum. Hvað varð um Eygló Harðardóttur, samvisku flokksins? Hvað varð um Höskuld sem hefur verið formaður Framsóknar styst allra? Hvað varð um samvinnumenn í flokknum? Hvað varð um Evrópusinna í flokknum? Freistingar valdsins eru margar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband