11.12.2013 | 10:20
Úrúgvæ lögleiðir kannabis.
Landið er í fyrst í heiminum til að stíga þetta skref. Ræktun og viðskipti munu fara fram undir eftirliti ríkisstofnana. Lögin taka gildi í apríl á næsta ári. I Senatinu voru lögin samþykkt með mjög naumum meirihluta.Það má rækta og kaupa allt að 40 gr á mánuði á einstakling. Í júni hafði neðri neild þingsins samþykkt lögin og nú á forseti landsins, Jose Mujica eftir að undirrita þau. Markmið laganna er að stöðva ólögleg viðskipti og glæpastarfsemi sem tengist efninu. Einnig er vonast eftir bættri lýðheilsu. Fram að þessu hefur verið leyfilegt að eiga lítið magn af cannabis til einkaneyslu. Grimmileg átök eiga sér stað í fíkniefnaheiminum. Uppgjör glæpaflokka hafa kostað mörg mannslíf. Forsetinn vonast til að þetta muni breytast með nýjum lögum. Í fíkniefnaheiminum er líf einstaklinga nákvæmlega einskis virði en samheldni og tryggð við glæpaklíku skiptir öllu. Eftir gildistöku laganna mun ríkið hafa eftirlit með öllum þáttum kannabis ræktunar, framleiðslu, dreifingu, út-og innflutningi,,,,,.Einstaklingar geta sótt um leyfi til að rækta kannabis til sölu. Takmarkanir eru á magni. Sá sem stundar ræktun án leyfis getur átt von á 10 ára fangelsi. Mikil andstaða er við þessa lagasetningu. Samkvæmt skoðanakönnunum eru 60% landsmanna andvíg henni. INCB (stofnun SÞ) er einnig andvíg lögunum. Hugsanlega er landið með þessari lagasetningu að brjóta gegn samþykktum SÞ. Það munu margir fylgjast með þróun málsins. (taz.de)
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar