12.12.2013 | 09:12
Sagði forsætisráðherra ósatt á Alþingi?
Sinn er siður í landi hverju. Í Danmörku segir ráðherra af sér vegna þess að hann hafði sagt þingnefnd ósatt. Þingmenn eru þjóðkjörnir fulltrúar og hafa lögbundið eftirlitshlutverk með framkvæmdavaldinu. Forsætisráðherra er æðsti handhafi framkvæmdavalds og sá sem samhæfir störf ríkisstörf ríkisstjórnar og stýrir ríkisstjórnarfundum. Nú bregður svo undarlega við að SDG kannast ekki við eigin orð sem hann hefur þó sannanlega sagt úr ræðustól á Alþingi. Auk þess sakar hann fréttatofu Rúv um að segja ranglega frá. Þegar þingmenn greina efnislega rétt frá ummælum Formanns fjárlaganefndar kallar forsætirráðherra það getgátur og rangar forsendur. Pólitískur stíll forsætisráðherra er undarlegur og í reynd hættulegur lýðræðislegri umræðu. Andstæðingar eru sakaðir um að fara með lygar, fyrirfram lygar og rangfærslur af illum hug. Menn með ólíka lífssyn , stefnu og forgangsröðum eru samkvæmt þessu ekki að skiptast á skoðunum og rökræða. Sumir fara með rétt mál en aðir eru með getgátur og rangfærslur sem hinn alvitri verður að leiðrétta. Hrokinn er barnslegur en yfirgengilegur. En nú er spurningin. Hvað vilja íslendingar? Á landið að vera lýðræðisríki og réttarríki eða banalýðveldi(eða þorsklýðveldi)? Þjóðin hefur valdið.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar