Clint Eastwood og ríkisstjórn Íslands.

Íslenskir kvikmyndagerðarmenn hafa fengið öflugan bandamann. Clint hefur nú tekið eindregna afstöðu gegn niðurskurðarstefnu stjórnvalda í kvikmyndagerðinni. Hollywoodleikari skilur auðvitað mætavel efnahagslegt mikilvægi kvikmyndagerðar og neikvæð áhirf niðurskurðar. Kvikmyndin er listform síðustu aldar og líklega þessarar aldar á sama hátt og óperan var listform 19du aldar. Clint er ekki nýgræðingur í stjórnmálum. Hann gekk í Repúblikanaflokkinn 1952. Hann er þó engan veginn venjulegur íhaldsmaður. Hann sagði sig úr flokknum og telur sig frjálslynda utan flokka. Clint var borgarstjóri í Carmel by the Sea í Kaliforníu í tvö ár. Þann tíma beitti hann sér mikið í umhverfismálum. Clint hefur verið mikill kvennamaður. Hann hefur átt í ástarsamböndum við m.a. : Catherina Deneuve, Jean Seberg (báðar franskar leikkonur) og Anithu Lohest en hún var afrekskona í sundi. Clint mun eiga fjögur börn með þremur konum. Clint lék í sinni fyrstu kvikmynd árið 1955. Á sjöunda áratugnum lék Clint í spaghetti vestrum en þær myndir eru nú klassískar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband