12.12.2013 | 14:31
Clint Eastwood og ríkisstjórn Íslands.
Íslenskir kvikmyndagerðarmenn hafa fengið öflugan bandamann. Clint hefur nú tekið eindregna afstöðu gegn niðurskurðarstefnu stjórnvalda í kvikmyndagerðinni. Hollywoodleikari skilur auðvitað mætavel efnahagslegt mikilvægi kvikmyndagerðar og neikvæð áhirf niðurskurðar. Kvikmyndin er listform síðustu aldar og líklega þessarar aldar á sama hátt og óperan var listform 19du aldar. Clint er ekki nýgræðingur í stjórnmálum. Hann gekk í Repúblikanaflokkinn 1952. Hann er þó engan veginn venjulegur íhaldsmaður. Hann sagði sig úr flokknum og telur sig frjálslynda utan flokka. Clint var borgarstjóri í Carmel by the Sea í Kaliforníu í tvö ár. Þann tíma beitti hann sér mikið í umhverfismálum. Clint hefur verið mikill kvennamaður. Hann hefur átt í ástarsamböndum við m.a. : Catherina Deneuve, Jean Seberg (báðar franskar leikkonur) og Anithu Lohest en hún var afrekskona í sundi. Clint mun eiga fjögur börn með þremur konum. Clint lék í sinni fyrstu kvikmynd árið 1955. Á sjöunda áratugnum lék Clint í spaghetti vestrum en þær myndir eru nú klassískar.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar