12.12.2013 | 18:14
Naomi Wolf: klám eyðileggur kynlíf.
Naomi Wolf er þekktur bandarískur femínisti og rithöfundur. Hún ritaði nýlega grein í Mail Online. Í nýlegri breskri rannsókn kom í ljós að fólk stundaði mun sjaldnar kynlíf nú en það gerði fyrir 10 árum. Rannsóknin var víðtæk og náði til 15000 manns á aldrinum 16 til 74 ára. Wolf telur að klám hafi neikvæð áhrif á kynörvun og kynsvörun fólks. Hún hefur nýlega endurútgefið bók sína Vagina : A New Biography. Í bókinni er fjallað um nýjar rannsóknir í lífeðlisfræði sem benda til þess að klám hafi bæði neikvæð áhrif á kynlíf og sambönd fólks. Í kvikmyndum kemur þessi þróun í ljós. Kvikmyndin Don Jon fjallar um klámfíkn. Söguhetjan sefur hjá Scharlett Johansson en læðist í burtu til að horfa á klámmynd. Aukið ofbeldi er greinilegt í klámmyndum. Nú er það orðinn algengur hluti af skyndikynnum ungs fólks að karlinn grípi um háls konunnar. Sá sem verður háður klámi þarf sífellt stærri og sterkari skammta til að ná sömu örvun. Klámfíkn er lík annarri fíkn. Sá sem horfir á ofbeldi verður smám saman ónæmur fyrir ofbeldi. Flestar klámmyndir eru lélegt kennsluefni segir Wolf. Þær kenna ekki ungum mönnum hvernig þeir eiga að örva ungar konur. Klámið er allstaðar á netmiðlum, samskiptasíðum og svo frv. Það hefur óhjákvæmilega áhrif á líf ungs fólks. Nokkrar rannsóknir hafa sýnt að nærri helmingur ungra manna horfir á klám meira en hálfa klukkustund á dag. Á sjöunda áratugnum voru sígarettur markaðssettar en ekkert var minnst á skaðleg áhrif. Sagan virðist vera að endurtaka sig. Klámiðnaðurinn veltir milljörðum og það eru miklir hagsmunir í húfi. En heilsa fólks er líka í húfi og skiptir meira máli. (Mail Online).
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar