Dómur í Al-Thani málinu og efnahagsafbrot í Noregi.

Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur hefur kallað fram margvísleg viðbrögð. Undarlegust er þó skrif þekkts lögmanns og þingmanns. Í framtíðinni , ritar hann, mun hann ekki starfa í bankakerfinu amk ekki hér á landi. Góð laun réttlæti ekki áhættuna. Það er alveg sama hversu lengi og mikið er um þetta hugsað. Hér er ekkert vitrænt samhengi. Víkur nú sögunni til Noregs. Í febrúar birtist grein um hvítflibbaglæpi fólks í stjórnunarstöðum í þekktu tímariti um stjórnun. Í greininni eru mál 305 dæmdra sakamanna rannsökuð og þeim skipti í 4 flokka: sjálfstæðir atvinnurekendur, starfsmenn stórra fyrirtækja, fylgjendur og konur sem fremja afbrot. Þeir sem vinna hjá stórfyrirtækjum eru umsvifamestir hvað fjárupphæðir varðar. Hjá konunum eru upphæðirnar lang minnstar. Refsing starfsmanna stórra fyrirtækja virðist vægari en refsing sjálfstæðra atvinnurrekenda. Í greininni er reynt að svara eftirfarandi: hvaða hópa er hægt að greina meðal þeirra sem fremja efnahagsafbrot og hver er munurinn á þessum hópum? Einstaklingarnir 305 eru allt þekktir menn í Noregi,fyrirtækin eru þekkt og njóta virðingar, afbrotin höfðu mikil áhrif, þau snertu grundvallaratriði réttarkerfisins og vöktu á sínum tíma mikla athygli fjölmiðla. Af 305 manna hóp voru 26 konur. Að meðaltali var einstaklingur dæmdur 5 árum eftir afbrot. Meðalaldur við dómsuppkvaðningu var 48 ár. Meðalrefsing var 2.2 ár í fangelsi. Mesta refsing 9 ár og minnsta refsing 15 dagar. Meðalupphæð í afbroti var 46 milljónir norskra króna. (880 milljónir íslenskar; lauslega reiknað). Sjálfstæðir atvinnurekendur voru gjarnan þeir sem voru að hefja rekstur fyrirtækis. Stór hluti fyrirtækja sem stofnð er nær ekki að lifa lengi. Ef menn eru hvatvísir, taka mikla áhættu og eru sjálfhverfir er ekki að sökum að spyrja. Starfsmenn fyrirtækja fremja afbrot til að bæta stöðu fyrirtækisins eða bjarga því frá falli og ætla að hagnast sjálfir í leiðinni. Við vissar aðstæður virðist siðferði í stórum fyrirtækjum hrynja (moral collapse). Fylgjendur fá lang stystu dómana og lægstu upphæðirnar eru hjá konunum í hópnum.(www.scholink.org)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband