13.12.2013 | 14:55
AGS, gagnrýni á sjóðinn og forsætisráðherra.
SDG er ósáttur við erlendar skammstafanir eins og t.d. IMF. Hann hefur auðvitað rétt á því en í ljósi sögunnar og stöðu landsins í gjaldeyrismálum í dag væri rétt að rökstyðja mál sitt vandlega. Gjaldeyrisvarsjóður Seðlabankans er að verulegu leyti lán. Samstarf Íslands og AGS forðaði ríkissjóði frá greiðslufalli. Það merkir auðvitað ekki að lánaskilmálar hafi verið sanngjarnir eða allr ráðleggingar sjóðsins réttar. Ef litið er til annarra landa hefur margvísleg gagnrýni komið fram á stefnu AGS. AGS var stofnaður 1944 í Bretton Woods. Kerfið sem kennt er við þennan stað byggðist á því að gengi helstu gjaldmiðla heims var fast með nokkrum vikmörkum. Eftir að þetta kerfi leið undir lok hefur AGS einbeitt sér að því að fylgjast með þróun einstakra landa og gefa ráðleggingar. Segja má að nýfrjálshyggja hafi tekið yfir stefnumótu hjá AGS og lagði sjóðurinn þá áherslu á frjálsan markað, einkavæðingu, einföldun markaðslöggjafar og peningastefnu til að hafa áhrif á verðlag. AGS virtist ætla að draga lærdóma af fjármálakreppunni í Asíu 1996 til 1997. Þá taldi sjóðurinn ástæðu til að grandskoða veikleika í bankakerfinu og þjóðhagslegan óstöðugleika. Þegar kom að ráðleggingum sjóðsins vegna fjármálakreppunnar 2008 var hins vegar vikið frá fyrri hugmyndum og áherslan aðallega á ríkisfjármál. Sjóðurinn hefur lagt mikla áherslu á niðurskurð og að tryggja stöðugleika í afkomu ríkissjóð. Þessi stefna hefur reynst afar misjafnlega svo vægt sé til orða tekið.(Virðist his vegar vera stefna SDG og BB). Orðræða sjóðsins einkennist oft af óljósri hugtakanotkun sem getur verið mjög bagalegt. Mikilvægara er þó að sjóðurinn gerir ekki greinarmuna á sjálfstæðum og ósjálfstæðum hagkerfum eins og gert er í nútíma kenningum um peninga. Sjálfstætt hagkerfi er t.d. Bretland og ósjálfstætt hagkerfi er t.d. Írland. Írska stjórnin notar gjaldeyri en Seðlabanki Írlands gefur ekki út gjaldeyri. Ef skatttekjur nægja ekki fyrir útgjöldum verur ríkissjóður að taka evrur að láni. Hér kemur mikilvægur munur í ljós. Í sjálfstæðu hagkerfi getur ríkissjóður ekki komist í greiðslufall vegna innlendra skulda en það getur ósjálfstætt hagkerfi. Harkaleg niðurskurðarstefna hefur neikvæð áhrif. Menn skera niður og spara sjálfa sig til dauða......
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 745
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar