Var Jesús hvítur maður eða svartur?

Í dagblaðinu New Nation var því haldið fram að Jesús hafi verið svartur á hörund. Fox fréttastofan taldi hins vegar að hann hafi verið hvítur. Endanlegt svar er líklega ekki hægt að fá. Þetta er þá háð skoðunum og trú hvers og eins. Skoðanir eru margar og ólíkar og spanna ýmis afbrigði lita. Ef við lítum á list Vesturlanda þá virðist ljóst hvernig Jesús leit út. Hann var hvítur, myndarlegur, með sítt hár og glampa í augum. Það er nánast útilokað séð með augum fræðimanna að Jesús hafi verið hvítur. Mjög líklega var hann með stutt hár. Þeir sem telja að Jesús hafi verið svartur segja að hann hafi tilheyrt kynþætti sem kom upprunalega frá Nigeríu. Færa má rök fyrir því að Jesús hafi átt ættir að rekja til Afríku samkvæmt hefðbundinni sögutúlkun. Kristnir menn í Eþíópíu lýsa Jesús alltaf sem Afríkumanni. Mark Goodarc guðfræðingur við háskólann Birmingham segir að ekki sé hægt að fullyrða neitt um hvernig Jesús hafi litið út. Páll postuli segir að það sé skammarlegt ef karlmenn hafi sítt hár. Á hans tímum hefur sítt hár greinilega ekki verið í tísku. Fyrstu myndir af Jesús eru frá þriðju öld og á þeim er hann dökkur á hörund(olive colored). Jesus lifði við Miðjarðarhafið og hann var Gyðingur. Trúarlegar myndir kristinnar kirkju hafa ekkert með mannfræði eða sagnfræði að gera. Jesús er málaður eða teiknaður eins og fólk vill sjá sjálft sig. Það er óska ímyndin. En hvaða máli skiptir þetta er hægt að spyrja.  Það ætti amk ekki að skipta máli. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 745

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband