14.12.2013 | 07:58
Er Jólasveinninn-Santa Claus-til og á að segja börnum satt?
Hugsanlega eru foreldrar ungra barna í vanda. Þau brýna það fyrir börnum sínum að eigja satt og segja allan sannleikann. Santa Claus er gleðigjafi milljóna barna og mikilvægur hluti æskunnar. Á nú að svipta börnin þessu? Á unga aldri treysta börn fullorðnum og trúa þeim algerlega. Þau trúa því sem sagt er nema þeim sé gefin sterk vísbending um annað. Það er of erfitt fyrir ung börn að meta hvort fullorðnir segja satt í hvert og eitt skipti. Nú hefur það líklega jákvæð áhrif á vitsmunaþroska og félagsþroska ungra barna að trúa á ævintýraheima og undraverur. Verurnar eru tákn mikilvægra gilda, vona og fjölskyldutengsla. Börnin læra að setja sig í spor annarra og sjá heiminn frá þeirra sjónarhorni. Kvikmyndin um Harry Porter hafði mikil áhrif á börn um allan heim. Líklega hefur myndin aukið ímyndunarafl og frumleika í hugsun hjá mörgum þeirra. Börn hætta af sjálfu sér að trúa á Jólasveininn. Hugsun þeirra um töfra breytist og þroskast.(Psychology today).
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 745
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar