14.12.2013 | 23:07
Chang'e-3 og Yutu eru nú á tunglinu.
Geimfarið heitir eftir kínverskri tunglgyðju. Yutu er tungljeppinn sem mun stunda rannsóknir næstu mánuði á tunglinu.Í kínverskri þjóðsögu er Yutu hvít kanína og gæludýr gyðjunnar. Í þjóðsögunni tekur ung stúlka töflu sem hefur að geyma töframátt. Hún flýgur til tunglsins og tekur kanínuna sína með sér. Þar breytist hún í gyðju og býr að eilífu á tunglinu með gæludýrinu sínu. Tungljeppinn hefur hins vegar tvo vængi og sex hjól. Hann vegur 140 kíló og gengur fyrir sólarorku. Hann getur hvílst meðan hann hleður sig upp af orku að nýju. Við óskum kínversku þjóðinni til hamingju með afrekið.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 745
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar