15.12.2013 | 11:25
Eftir Al Thani dóminn: tveir lögmenn misstu vitið skamma stund....
Dómurinn í Al Thani málinu vakti og vekur eðlilega sterk viðbrögð. Sérkennilegust af öllum voru viðbrögð Brynjars Níelssonar. Þann 12.12. lýsir hann því yfir að hann muni ekki taka að sér störf í banka og alls ekki hér á landi. Er helst að skilja á mjög stuttri grein að bankamenn hér á landi lifi í lagalausu umhverfi eða sviði.Lögmaðurinn varpar fram tilgátum; ákærendur og dómarar hér á landi eru gáfaðri en í öðrum löndum. Einnig telur hann mögulegt að hin evrópska efnahagslöggjöf sé rangt þýdd á íslensku. Halelújá...... 13.12 skrifar Sigurður G Guðjónsson östutta grein í Pressuna og segir að kjarni Al Thani málsins hafi verið sá að sjeikinn sjálfur hafi tapað í viðskiptunum. Yes.... 14.12 hefur lögmaðurinn náð áttum og ræðst á Moggann. Hann rifjar upp þekkt afrek DO. En einnig minnist hann á Óskar( bróðir Jakobs)Magnússon og birtir syndalista; útrásarvíkingur í TM, skattundaskot og sérmeðferð þess vegna. Lögmaðurinn virðist telja að stjórnmálamenn sleppi við samskonar brot og bankamenn eru dæmdir fyrir. Ekki er þó ljóst hvort á að sleppa báðum eða refsa báðum.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 745
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar