Stórútgerðin malar gull og greiðir of lítil veiðigjöld.

Ekki er hægt að draga aðra ályktun á Hagtíðindum Hagstofunnar sem fjalla um veiðar og vinnslu 2012. Hreinn hagnaður nam 57.2 milljörðum króna eftir að gjaldfærð hefur verið 22.6 milljarður samkvæmt árgreiðsluaðferð. Sé miðað við hefðbundið uppgjör er hagnaður 46.6 milljarðar. Í fiskveiðum var EBITDA 25% af heildartekjum og í fiskvinnslu 17.2%. Verð sjávarafurða hækkaði í íslenskum krónum um 7.2% en á móti kom að olíukostnaður hækkaði um14.7%. Útflutningsverðmæti óx og magn einnig. Veiðigjald sem er bókfært sem rekstrarkostnaður hækka'i úr 4.5 milljörðum í 12.2 milljarða. EBITDA uppsjávarveiðiskipa var 29.4% af tekjum. Aflinn 2012 var 48% meiri en 2011. Heildareignir sjávarútvegsins voru 535 milljarðar í lok árs 2012. Eigið fé voru 106 milljarðar. Eiginfjárhlutfall er 19.9%. Eins og kunnugt er lækkuðu ríkisstjórnarflokkarnir veiðigjald á botnfiskútgerðir með þeirri sérkennilegu skýringu að það myndi styrkja sérstaklega litlar og meðalstórar útgerðir. Ef sú var ætlunin voru og eru till einföld ráð til þess. Í sögulegu samhengi er raungengi krónunnar afar lágt. Sjávarútvegur er grein þar sem miklar sveiflur eru. Sem dæmi má nefna að eiginfjárhlutfall var á bilinu 24%-29% á árunum fyrir hrun. 2008 er hlutfallið -12%. Þetta sýnir vel hversu rekstrarskilyrði sjávarútvegsins hafa verið hagstæð undanfarin ár. Stórfyrirtæki í sjávarútvegi eru eins og önnur stórfyrirtæki. þau fjárfesta í greinum og fyrirtækjum sem þau hafa viðskipti við. Dæmi um slíkt er olíufélag eða fyrirtæki sem þjónusta sjávarútveginn. Til að tryggja vinsamlega pólitíska umfjöllun fjárfesta stórfyrirtæki gjarnan í fjölmiðlum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 745

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband